Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson tók í dag við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Sigurði Inga Jóhannssyni. Gunnar Bragi var kosinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi 2009 og var formaður þingflokksins til ársins 2013 er hann tók við embætti utanríkisráðherra.