Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Innkaupastefna fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og stofnanir sem undir það heyra

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

 Með vel skilgreindri innkaupastefnu vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skapa traust og áreiðanlegt umhverfi í innkaupum og tryggja að öll innkaup séu hagkvæm, opin, ábyrg og sanngjörn. 

Innkaupastefnan nær til ráðuneytisins og allra stofnana sem undir það heyra. Markmið stefnunnar er að auka vitund starfsmanna um lög og reglur um opinber innkaup og stuðla að því að hagkvæmum innkaupaaðferðum verði beitt við kaup á vörum og þjónustu, þ.e. rafrænum reikningum, innkaupakortum, rammasamningum, útboðum og verðkönnunum. Er þetta í samræmi við markmið innkaupastefnu ríkisins.

Innkaupastefnan byggir á mælanlegum markmiðum fyrir ráðuneytið og stofnanirnar og fyrir árslok 2018 verður árangurinn veginn og metinn og ný markmið skilgreind. 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta