Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Athugasemd frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna fréttaflutnings um eignarhald á Landsneti

Í tilefni af fréttaflutningi um eignarhald Landsnets vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Á vorfundi Landsnets í síðustu viku kom iðnaðar- og viðskiptaráðherra inn á eignarhald Landsnets í ávarpi sínu. Þar kom fram að árið 2011 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, nefnd í samræmi við ákvæði raforkulaga sem falið var að kanna framtíðarfyrirkomulag eignarhald Landsnets. Sú nefnd skilaði skýrslu til ráðherra í maí 2015 þar sem m.a. er fjallað um mögulega hættu á hagsmunaárekstrum vegna eignarhalds orkufyrirtækja og dreifiveitna á flutningsfyrirtækinu. 

Í skýrslunni er bent á tvær mögulegar leiðir til breytinga á eignarhaldinu og fjallað um kosti þeirra og galla. Á síðasta ári skilaði Ríkisendurskoðun einnig skýrslu um Landsnet þar sem bent var á mikilvægi þess að efla og tryggja sjálfstæði Landsnets. Í ræðu ráðherra á vorfundi Landsnets vakti ráðherra athygli á þessum skýrslum og lagði til að rætt yrði með opinskáum og yfirveguðum hætti um eignarhald Landsnets til lengri tíma. Rétt er að ítreka í ljósi umfjöllunar fjölmiðla að engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á eignarhaldi Landsnets. Meðfylgjandi er ræða ráðherra og framangreindar skýrslur. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta