Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Orkumálaráðherrar ESB- og EFTA-landanna funda

Orkuráðherrar ESB og EFTA landanna - mynd

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, tók í dag þátt í ráðherrafundi orkumálaráðherra ESB- og EFTA-landanna í Amsterdam. Á fundinum var rætt um þróun á orkumörkuðum í Evrópu og mikilvægi þess að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa innan Evrópu. 

Jafnframt var sérstök umræða um orkuöryggi og aukið samstarf milli aðildarríkjanna á sviði orkumála. Á fundinum lagði Ragnheiður Elín m.a. áherslu á möguleika á nýtingu jarðvarma þegar rætt er um endurnýjanlega orkugjafa.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta