Gunnar Bragi ræddi áskoranir og aðgerðir á ársfundi Byggðastofnunar
Áskoranir og aðgerðir í byggðamálum voru megininntakið í ræðu Gunnars Braga Sveinssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í gær. Á fundinum var tilkynnt um hverjir skipa nýja stjórn Byggðastofnunar 2016-2017 og er formaður hennar Herdís Á Sæmundsdóttir.
Í ræðu sinni fór Gunnar Bragi meðal annars yfir þau tækifæri sem íslensk menning og náttúra skapar nú þegar fjöldi ferðamanna sækir landið heim og að áhugi eykst sífellt á að upplifa og njóta afþreyingar sem byggir á matarhefðum, kynnast framleiðslu og uppruna, sögu og hefðum.
Ný stjórn Byggðastofnunar: Herdís Á Sæmundsdóttir formaður, Einar E Einarsson varaformaður, Valdimar Hafsteinsson, Páll Baldursson, Karl Björnsson, Oddný María Gunnarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir
Á fundinum fór Julien Grunfelder, sérfræðingur hjá Nordregio yfir skýrslu sem kom út í febrúar sl. og fjallaði meðal annars um sérstöðu Íslands samanborið við hin norrænu löndin.
Einnig var afhent samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, veittir styrkir úr byggðarannsóknarsjóði og kynnt voru verkefni í byggðaáætlun. Nánar