Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Gunnar Bragi fer á sjávarútvegssýninguna í Brussel

Gunnar Bragi

Gunnar Bragi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í vikunni sækja sjávarútvegssýningarnar í Brussel. Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja kynna afurðir sínar, vörur og tæknilausnir á þessum mikilvægu sjávarútvegssýningum. Í ferðinni mun Gunnar Bragi jafnframt eiga fundi með sjávarútvegsráðherrum Noregs og Kanada sem og sjávarútvegs- og landbúnaðarstjórum Evrópusambandsins.

Um tvær sýningar er að ræða; afurðasýninguna Seafood Expo Global og tækjasýninguna Seafood Processing Global. Þetta er í 24 skipti sem Ísland tekur þátt í sýningunum
.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta