Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2016 Atvinnuvegaráðuneytið

Til umsagnar: Reglugerð um skráningu afurðarheita

Vernd afurðaheita

Þann 22. desember 2014 voru samþykkt ný lög á Alþingi um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Tilgangur laganna er að vernda afurðarheiti með það að markmiði að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.  

Með lögunum geta íslenskir framleiðendur sótt um sérstaka vernd fyrir afurðir sínar sem framleiddar eru á tilteknu svæði eða eftir tiltekinni framleiðsluaðferð. Vernd þessi er nýleg hér á landi en þekkist vel í nágrannalöndum okkar en lögin og drög reglugerðarinnar taka mið af reglugerð (ESB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1151/2012 frá 21. nóvember 2012 um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurði og matvæli. 

Samkvæmt 40. gr. laganna er mælt fyrir um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd laganna. Ráðuneytið birtir nú drög að reglugerð um skráningu afurðarheita. Í reglugerðinni er að finna nánari ákvæði um umsóknir, umsagnaraðila og umsóknarferli fyrir skráningu afurðarheita, en Matvælastofnun er falin framkvæmd reglugerðarinnar. Þá er í reglugerðinni að finna lista yfir afurðir, önnur en matvæli, sem hlotið geta vernd hér á landi. Listann er að finna í viðauka við reglugerðina. Þá er einnig að finna í reglugerðinni þær merkingar sem framleiðendum er heimilt að nota til að auðkenna afurðir sem hlotið hafa vernd hér á landi.

Ráðuneytið óskar eftir athugasemdum um drög reglugerðarinnar. Þess er óskað að athugasemdir berist atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected] eigi síðar en 11. maí nk. 

Ítarefni:

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta