Leyfður heildarafli á rækju við Snæfellsnes 820 tonn
Nýlegur rannsóknarleiðangur Hafrannsóknastofnunar sýnir sterka stöðu rækjustofnsins við Snæfellsnes og mældist stofnvísitalan yfir meðallagi. Í ljósi þessa hefur heildarafli á rækju ákveðinn 820 tonn á komandi vertíð sem hefst 1. maí og er það í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.