Matvælalandið Ísland - Ráðstefna 19. maí
Nýir straumar og markaðssetning matvæla verða viðfangsefni ráðstefnu sem Matvælalandið Ísland stendur fyrir í Hörpu fimmtudaginn 19. maí.
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verður Birthe Linddal sérfræðingur í framtíðarfræðum og mun hún ræða nýjustu strauma og stefnur í matargeiranum. Hvaða nýjungar eru í farvatninu og getur aukin vörumerkjavitund neytenda styrkt stöðu Íslands í framtíðinni?
Ráðstefnan hefst á hádegi og stendur til kl. 16.00. Dagskrá birt síðar
Enginn aðgangseyrir er á ráðstefnuna en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig.
Matvælalandið Ísland er samstarfshópur Bændasamtaka Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Matís, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja innan viðkomandi samtaka. Verkefnið er unnið í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.