Til umsagnar: Reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli
Markmiðið með nýrri reglugerð um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli er að auðvelda sláturhúsum, fiskmörkuðum og litlum matvælafyrirtækjum að uppfylla kröfur í hollustuhátta- og eftirlitsreglugerðum.
Með þessari reglugerð er verið að slá af ítrustu kröfum þannig að hægt sé að nota áfram hefðbundnar aðferðir á öllum stigum framleiðslu, vinnslu eða dreifingu matvæla. Ennfremur á meðfylgjandi reglugerð að leiðbeina litlum matvælafyrirtækjum varðandi byggingu, skipulag og búnað ákveðinna starfsstöðva.
Reglugerðinni er skipt upp í sex hluta:
- Almenn ákvæði.
- Aðlögun að kröfum fyrir sláturhús og fiskmarkaði.
- Aðlögun að kröfum sem gilda um lítil matvælafyrirtæki.
- Hefðbundin matvæli
- Sérstök aðlögun að kröfum fyrir lítil sláturhús.
- Eftirlit, viðurlög og gildistaka
Athugasemdir og ábendingar óskast sendar á [email protected] merkt „Lítil matvælafyrirtæki“.
Frestur til að skila umsögnum er til fimmtudags 16. júní nk.
Frekari upplýsingar veitir Baldur Sigmundsson, netfang: [email protected]