Hoppa yfir valmynd
2. júní 2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Eva Magnúsdóttir ráðin aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Eva Magnúsdóttir - mynd

Eva Magnúsdóttir, stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hefur hún störf í dag. 

Eva er með fjölbreytta reynslu úr  atvinnulífinu en síðustu tvö árin hefur hún rekið ráðgjafarfyrirtækið Podium ehf. Áður starfaði hún m.a. í framkvæmdastjórn Mílu ehf., var forstöðumaður almannatengsla og talsmaður Símans í nokkur ár auk þess sem hún hefur sinnt blaðamennsku og kennslu.

Eva er með MBA gráðu í viðskiptafræði og stjórnun. Hún er jafnframt því með diplóma í hagnýtri fjölmiðlun og BA gráðu í þjóðháttafræði og leikhús- og bókmenntafræðum.

Eva er gift Finni Sigurðssyni, verkefnastjóra hjá LS Retail og eiga þau tvær dætur.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira