Ný hugverkastefna fyrir Ísland
Hugverkastefnan fjallar um hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, þ.e. þau hugverkaréttindi sem falla undir verkefnasvið ráðuneytisins en þau eru vörumerki, einkaleyfi, hönnunarskráningar og önnur skyld réttindi.
Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að sérstakri stefnu varðandi hugverkaréttindi á sviði iðnaðar hér á landi og er stefnan gefin út í tilefni að 25 ára afmælisártíð Einkaleyfastofunnar.
Markmið stefnunnar er hugverkadrifið Ísland árið 2022 og sú framtíðarsýn er sett fram í skjalinu ásamt því að veita upplýsingar um réttindin, mikilvægi þeirra og mögulegar verndarleiðir ásamt aðgerðaráætlun til næstu fimm ára.
Aðgerðir hugverkastefnunnar miða að efttirfarandi þáttum sérstaklega:
- nýtingu sóknarfæra sem eru til staðar í samfélaginu í dag
- eflingu vitundar og skilnings á hugverkaréttindum, mikilvægi þeirra og möguleikum til verndar hvort sem er með skráningu eða á annan hátt.
- frekari menntun og rannsóknum á sviði hugverkaréttinda
- skilvirku stjórnkerfi og lagaumhverfi í kringum réttindin, nýtingu og framfylgd þeirra.
Hugverkastefnan byggir á greiningu ýmissa skýrslna og rannsókna, á könnun sem ráðuneytið lét vinna fyrir sig árið 2015 sem og á öflugu samtali við fjölda aðila frá ýmsum geirum atvinnulífsins, fræðasamfélagsins og stjórnkerfis nýsköpunarmála.