Hoppa yfir valmynd
5. júlí 2016 Dómsmálaráðuneytið

Kærunefnd útlendingamála efld vegna vaxandi fjölda hælisleitenda

Frá og með 1. júlí var fulltrúum í kærunefnd útlendingamála fjölgað í kjölfar breytingar á lögum um útlendinga sem Alþingi samþykkti í maí. Nefndarmenn eru nú sjö en voru þrír áður og varaformaður nefndarinnar er nú skipaður í fullt starf líkt og formaður nefndarinnar hefur gegnt frá því nefndin tók til starfa í janúar 2015.

Þeir þrír sem voru fyrir í nefndinni sitja áfram.

Meginástæða þessarar breytingar er mikil fjölgun hælisleitenda sem hefur gert það að verkum að málsmeðferðartími umsókna hefur ekki haldist í hendur við markmið stjórnvalda um 90 daga málsmeðferð að jafnaði.

Fjölgun hælisleitenda hefur verið mikil á síðustu misserum. Árið 2015 tvöfaldaðist fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi miðað við árið 2014, fór úr 176 í 355. Gert er ráð fyrir að þróunin verði svipuð á þessu ári og að fjöldi hælisleitenda geti orðið um og yfir 600.

Nýir fulltrúar sem taka sæti í nefndinni eru:

 • Aðalmenn:
  Anna Tryggvadóttir, varaformaður, lögfræðingur, tilnefnd af ráðherra,
  Árni Helgason, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af ráðherra,
  Erna Kristín Blöndal, lögfræðingur, tilnefnd af ráðherra,
  Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands.
 • Varamenn:
  Elísabet Gísladóttir, lögfræðingur, tilnefnd af ráðherra,
  Ívar Örn Ívarsson, lögfræðingur, tilnefndur af ráðherra,
  Laufey Helga Guðmundsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Fyrir eiga sæti í nefndinni eftirtaldir aðilar skipaðir til fimm ára, frá og með 26. janúar 2015 til og með 25. janúar 2020:

 • Aðalmenn:
  Dr. Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður, tilnefndur af ráðherra,
  Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, tilnefndur af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands,
  Anna Valbjörg Ólafsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands.
 • Varamenn:
  Hilmar Magnússon, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.
  Vigdís Þóra Sigfúsdóttir, lögfræðingur, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Sjá breytingu á lögum um útlendinga er varðar kærunefndina

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira