Ennþá tækifæri til að koma með tillögu í byggðaáætlun 2017-2023
Vinna við mótun nýrrar byggðaáætlunar 2017-2023 er komin vel á veg. Byggðastofnun er í forsvari fyrir vinnunni og hafa verið haldnir ótal fundir hringinn í kringum landið m.a. með sveitarfélögum og samráðsvettvöngum landshlutanna.
Samhliða þessu er einstaklingum gefinn kostur á að senda rafrænt inn tillögur til Byggðastofnunar fyrir byggðaáætlunina. Opið verður fyrir aðsendar tillögur einstaklinga fram til hádegis mánudaginn 17. október.