Dómsmálaráðuneytið

Sýslumaður á Austurlandi og ráðuneytið gera með sér samning um árangursstjórnun

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning sýslumanns á Austurlandi og innanríkisráðuneytis. - mynd
Embætti sýslumannsins á Austurlandi og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning þar sem kveðið er á um gagnkvæmar skyldur ráðuneytis og embættis sýslumanns. Samninginn undirrituðu Lárus Bjarnason, sýslumaður á Austurlandi, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis.

Tilgangur samningsins er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli innanríkisráðuneytisins og embættis sýslumannsins á Austurlandi. Með samningnum á að skerpa áherslur um stefnumótun, verkefni, áætlunargerð og mat á árangri af starfsemi embættisins. Samningnum er einnig ætlað að styrkja beitingu árangursstjórnunar sem stýritækis hjá embættinu.

Í samningnum eru settir mælikvarðar og viðmið í ýmsum flokkum svo sem í stjórnsýslu og þjónustu, mannauði og fjármálum. Má meðal annars nefna að embættið skal hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæminu og leitast verður við að hafa reglulegar þjónustukannanir. Þá kveður samningurinn á um gagnkvæmar skyldur og ábyrgð samningsaðila. Samningurinn gildir til fimm ára en hvor aðili um sig getur óskað eftir endurskoðun.

Hliðstæðir samningar hafa þegar verið gerðir við allflest embætti sýslumanna á landinu og er stefnt að því að fljótlega liggi fyrir árangursstjórnunarsamningar við öll níu embættin.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn