Hoppa yfir valmynd
28. október 2016 Dómsmálaráðuneytið

Margvísleg þjónusta veitt á kjördag

Kosið verður til Alþingis á morgun, laugardaginn 29. október. Á kjörskrá eru alls 246.515 kjósendur eða 3,7% fleiri en voru á kjörskrá við síðustu alþingiskosningar 27. apríl 2013. Konur eru 123.627 og karlar 122.888. Kjörstaðir verða yfirleitt opnir frá klukkan 9 árdegis til 22 að kvöldi.

Í innanríkisráðuneytinu verða veittar upplýsingar er varða framkvæmd kosninganna meðan kjörfundur stendur yfir á morgun eða til klukkan 22 þegar kjörfundi lýkur. Símanúmerið í ráðuneytinu er 545 8280. Upplýsingar fyrir fjölmiðla veitir Jóhannes Tómasson í síma 896 7416.

Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands verður með símavakt á milli kl. 10 og 22 þar sem meðal annars verða veittar upplýsingar um skráningu í kjörskrá. Símanúmerið er 515-5300.

Hvar ertu á kjörskrá?

Hægt er að kanna hvar kjósendur eru á kjörskrá með því að slá inn kennitölu og er þá yfirleitt tilgreint einnig í hvaða kjördeild kosið skal:

  • Uppfletting í kjörskrá

Á vefnum kosning.is er að finna margvíslegar upplýsingar um kosningarnar, til dæmis um þjónustu sýslumanna á kjördag vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, um kjörstaði og fjölmargt fleira.

Hér eru upplýsingar um hvar er kosið í einstökum sveitarfélögum:

  • Kjörstaðir

Aðsetur yfirkjörstjórna

Yfirkjörstjórnir hafa auglýst hvar þær munu hafa aðsetur á kjördag. Aðsetur kjörstjórnanna, bæði meðan kosning fer fram og við talningu atkvæða, eru eftirfarandi:

Hótel Borgarnesi, Egilsgötu 16 í Borgarnesi. Þar fer einnig fram talning atkvæða. Símar yfirkjörstjórnar á kjördag eru 892-1027, 891-9154, 864-4456, 862-5030, 895-7206.

Norðausturkjördæmi
Verkmenntaskólanum á Akureyri, Hringteig 2.
Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 464-0306, bréfasími: 464-0351.
Talning atkvæða fer fram í Brekkuskóla við Skólastíg og færist þá aðsetur yfirkjörstjórnar þangað. Sími í Brekkuskóla er 857-1479, bréfasími: 461-2716.

Suðurkjördæmi

Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Talning atkvæða fer einnig fram þar. Símar yfirkjörstjórnar á kjördag eru 832-8164, 832-8174, 898-1067. Tölvupóstfang yfirkjörstjórnarinnar á kjördag er [email protected]

Suðvesturkjördæmi

Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði. Talning atkvæða fer einnig fram þar. Sími yfirkjörstjórnar er 550-4052.

Reykjavíkurkjördæmi norður

Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu. Talning atkvæða fer einnig fram þar. Sími yfirkjörstjórnar er 411-4910.

Reykjavíkurkjördæmi suður
Hagaskóla við Fornhaga. Talning atkvæða fer fram í íþróttahúsi Hagaskóla. Sími yfirkjörstjórnar er 411-4920.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum