Til umsagnar: Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.
Þann 1. janúar 2017 tekur gildi lagabreyting sem snýr að lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Meginmarkmið breytinganna er að koma til móts við þá þróun sem orðið hefur í framboði gistirýma.
Til að skýra ýmis atriði er snúa að lögunum er nauðsynlegt að setja nýja reglugerð sem kveður m.a. nánar á um skilyrði heimagistingar, svo sem framkvæmd skráningarskyldu, þær upplýsingar sem veita skal og þær kröfur sem gerðar eru til notkunar úthlutaðs skráningarnúmers.
Drög að slíkri reglugerð eru hér með sett á vefinn til kynningar og umsagnar.
Óskað er eftir því að aðilar sendi umsagnirnar fyrir 15. nóvember á netfangið [email protected]