Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ísland aðili að samningi WTO um viðskiptaliprun

Högni S. Kristjánsson og Roberto Azevêdo aðalframkvæmdastjóri WTO Högni S. Kristjánsson og Roberto Azevêdo aðalframkvæmdastjóri WTO ©WTO - mynd

Ísland gerðist aðili að samningi Alþjóðaviðskiptastofnarinnar, WTO, um viðskiptaliprun (Trade Facilitation Agreement) þann 31. október sl. 

Samningnum um viðskiptaliprun er ætlað að stuðla að aukinni skilvirkni og hraða við tollframkvæmd, þ.m.t. tollafgreiðslu. Þessu markmiði skal ná með greiða fyrir samvinnu á milli tollayfirvalda og annara yfirvalda sem fara með málefni tengd framkvæmd samningsins. 

Bókunin mun öðlast gildi þegar 2/3 aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafa samþykkt hana og er Ísland 96. aðilarríki stofnunarinnar til að samþykkja bókunina, en 110 ríki þarf til að hún taki gildi. Meðal þeirra sem þegar hafa samþykkt bókunina eru aðildar ríki Evrópusambandsins, Noregur, Sviss, Liechtenstein, Bandaríkin, Ástralía, Japan, Hong Kong og Kína.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum