Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný reglugerð um loftmengun og upplýsingagjöf

Ný reglugerð um loftmengun og upplýsingagjöf - myndJohannes Jansson/norden.org
Himinn
Himinn

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð sem fjallar m.a. um viðmiðunarmörk nokkurra loftmengunarefna og upplýsingar til almennings.

Breytingarnar fela m.a. í sér að ríkari kröfur eru gerðar um miðlun upplýsinga um loftmengunarefni til almennings. Einnig eru í reglugerðinni breytingar á viðmiðunarmörkum nokkurra mengunarefna, þ.e. svifryks, brennisteinsdíoxíðs, köfnunarefnisdíoxíðs, og kolsýrings. Mörk fyrir köfnunarefnisoxíð, bensen, blý og óson eru óbreytt.

Í reglugerðinni er fjölda skipta, sem heimilt er að fara yfir sólarhringsmörk fyrir svifryk (PM10), breytt og sett eru ný mörk fyrir fínt svifryk (PM2,5) sem ekki hafa áður verið í gildi. Þá eru gróðurverndarmörk brennisteinstvíoxíðs (SO2) fyrir sólarhring felld niður en ársmörk og vetrarmörk eru áfram í gildi til að ná markmiðum um gróðurvernd til samræmis við það sem gerist annars staðar í Evrópu.

Með reglugerðinni eru innleidd ákvæði tveggja tilskipana Evrópusambandsins um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu. Kemur reglugerðin í stað reglugerðar nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings, sem og reglugerðar nr. 745/2003 um styrk ósons við yfirborð jarðar.

Reglugerð nr. 920/2016 um brennisteinsdíoxíð,köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý íandrúmsloftinu, styrk ósons við yfirborð jarðar og um upplýsingar tilalmennings.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum