Heillaóskir forsætisráðherra til nýkjörins forseta Bandaríkjanna
Forsætisráðherra hefur sent nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, heillaóskabréf vegna sigurs hans í forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær. Milli ríkjanna hefur ríkt mikil og góð vinátta um áratuga skeið og leggur forsætisráðherra í bréfi sínu áherslu á áframhaldandi gott samstarf og samvinnu, bæði tvíhliða og á alþjóðavettvangi.