Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2016 Innviðaráðuneytið

Landsskipulagsstefna 2015 – 2026 á rafrænu formi

Laxá í Kjós - myndHugi Ólafsson
Laxá í Kjós
Laxá í Kjós

Landsskipulagsstefnu, sem samþykkt var á Alþingi sl. vor, er nú hægt að nálgast í rafrænu formi á vef Skipulagsstofnunar. Um er að ræða heildstæða stefnu ríkisins á landsvísu um skipulagsmál sem samþættir áætlanir á vegum stjórnvalda um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra landnýtingu.

Landsskipulagsstefnan nær til fjögurra meginviðfangsefna, þ.e. skipulags á miðhálendi Íslands, skipulags í dreifbýli, búsetumynsturs og dreifingu byggðar og skipulags á haf- og strandsvæðum.

Auk þess að vera framfylgt í gegnum skipulagsáætlanir sveitarfélaga og áætlanagerð ríkisins, felur landsskipulagsstefna í sér tiltekin verkefni, svo sem leiðbeiningar- og þróunarverkefni til að hrinda markmiðum stefnunnar í framkvæmd.

Landsskipulagsstefna 2015-2026 (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum