Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Tilkynningar aukaverkana vegna lyfja

Tilkynningar-aukaverkana - mynd

Athygli er vakin á evrópsku samstarfsverkefni sem Lyfjastofnun tekur þátt í og snýr að því að efla vitund fólks um mikilvægi þess að tilkynna lyfjayfirvöldum um aukaverkanir lyfja. Lyfjastofnun hefur opnað Facebook-síðu til að efla upplýsingamiðlun og samskipti við almenning.

Lyfjastofnanir frá 22 löndum taka þátt í verkefninu sem kallað er SCOPE og er fjármagnað af Evrópusambandinu. Aðalmarkhópur verkefnisins er almenningur, en upplýsingum um verkefnið og áherslum þess er einnig beint til heilbrigðisstarfsfólks.

Lyfjastofnun hefur látið gera myndband sem skýrir hvers vegna mikilvægt er að tilkynna um aukaverkanir lyfja til stofnunarinnar og hvernig eigi að bera sig að. Á vef Lyfjastofnunarinnar má einnig lesa stutta grein með greinargóðum upplýsingum og ráðum til almennings og heilbrigðisstarfsfólks þar sem fjallað er um aukaverkanir lyfja og tilkynningar um þær.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum