Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2016 Utanríkisráðuneytið

Samráð um Brexit mikilvægt

Stefán Haukur og Bergdís Ellertsdóttir. - mynd

EFTA-ríkin innan EES leggja ríka áherslu á náið samráð við Evrópusambandið og Breta vegna viðræðna um útgöngu þeirra síðarnefndu úr sambandinu. Telja ríkin; Ísland, Noregur og Liechtenstein, mikilvægt að tryggja reglulega upplýsingagjöf um framvindu viðræðnanna og samráð ESB og EFTA-ríkjanna í tengslum við þær. Þetta kom fram á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag en fundinn sat Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins af hálfu Íslands.

Framkvæmd EES-samnings var meginefni fundarins og kom fram í máli bæði EFTA-ríkjanna innan EES og Evrópusambandsins að EES-samstarfið stæði traustum fótum. Á fundinum var einnig fjallað um mótun löggjafar innan Evrópusambandsins er varða stafræna innri markaðinn og rakti Stefán Haukur áhrif stórfelldrar fjölgunar ferðamanna til Íslands á þróun deilihagskerfisins á Íslandi.

Samhliða fundinum fór fram reglubundið samráð EFTA-ríkjanna innan EES um utanríkismál og var þar rætt um Rússland og Úkraínu, ríkin á vestanverðum Balkanskaganum og flóttamannavandann í Evrópu.

Þá fór einnig fram fundur þingmanna- og ráðgjafanefnda EFTA þar sem fulltrúar í nefndunum voru upplýst um umræður á EES-ráðsfundinum og spurningum þingmanna og fulltrúa atvinnulífsins um EES-samstarfið svarað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum