Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2016 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Lesfimiviðmiðfyrir börn í grunnskóla

Góð lesfimi er samsett færni sem felst í því að lesa hratt, af nákvæmni og með eðlilegum áherslum og hrynjandi. Lesfimiviðmið eru einskonar vörður sem ætlað er að sýna stígandi í lesfimi frá einum tíma til annars.

Menntamálastofnun hefur gefið út lesfimiviðmið fyrir 1. - 10. bekk grunnskóla.

Viðmið um læsi barna eru verkfæri fyrir nemendur, kennara og foreldra til að fylgjast með framförum, styðja við læsi og auka þannig líkurnar á því að sem flestir geti aflað sér menntunar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í nútímasamfélagi.

Markmiðið með setningu lesfimiviðmiða, ásamt væntanlegum viðmiðum um lesskilning og ritun, er að stuðla að bættu læsi barna og ungmenna í íslensku skólakerfi.

Hvað eru lesfimiviðmið?

Góð lesfimi er í raun samsett færni sem felst í því að lesa hratt, af nákvæmni og með eðlilegum áherslum og hrynjandi. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt. Kosturinn við að nota lestrarviðmið sem miðast við lesfimi er að auðvelt er að fylgjast með raddlestri og hann er náskyldur hljóðlestri og lesskilningi.

Lesfimiviðmið eru einskonar vörður sem settar eru þannig fram að þær sýna stígandi í lesfimi frá einum tíma til annars. Þetta eru almenn viðmið um færni nemenda í lesfimi sem gegna því hlutverki að setja upp markmið fyrir nemendur í hverjum árgangi þannig að þeir verði undirbúnir fyrir kröfur á næstu stigum náms. Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu. Ný lesfimiviðmið Menntamálastofnunar miðast við niðurstöður úr lesfimiprófum Lesferils og því er ekki hægt að nota önnur próf til að meta hvort nemandi hafi náð þessum viðmiðum.

Á myndinni eru Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Gylfi Jón Gylfason sviðsstjóri matssvið s Menntamálastofnunar og börn í Flataskóla við afhendingu lesfimiviðmiða 16. nóvember 2016.

Uppfært 16. desember 2016

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira