Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2016 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Dagur mannréttinda barna

Föstudagurinn 18. nóvember verður helgaður fræðslu um mannréttindi barna í grunnskólum og framhaldsskólum landsins.

Dagur-mannrettinda-barna-500x322
Dagur-mannrettinda-barna-500x322

Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.

Barnasáttmálinn er útbreiddasti mannréttindasamningur heims og kveður á um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta. Lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla, aðalnámskrár skólastiganna og grunnþættir menntunar eiga jafnframt að tryggja börnum þessi réttindi og vera samhljóma barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Öll börn, óháð stöðu þeirra, skulu njóta þeirra mannréttinda sem kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ekki má mismuna börnum hvað þau réttindi varðar.

Dagur-mannrettinda-barna-851x315

Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri Barnaheilla sendu skólastjórnendum grunn- og framhaldsskóla bréf í síðasta mánuði og óskuðu eftir að fjallað yrði þennan dag um mannréttindi barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki barnasáttmálann. Í kjölfar þess hefur skólum nú verið sendar frekari upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem hægt er að vinna að í tilefni dagsins.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa tekið að sér framkvæmdina og margs konar upplýsingar eru á sérstöku vefsvæði Barnaheilla:

Sjá einnig upplýsingar um barnasáttmálann:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira