Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2016 Dómsmálaráðuneytið

Happdrættis- og spilamarkaðurinn á Íslandi 2015

Velta innlenda happdrættis- og spilamarkaðarins árið 2015 var 17,9 milljarðar króna hjá fyrirtækjum sem starfa með leyfi yfirvalda. Af þessum fjárhæðum er greitt í vinninga og þá standa eftir svokallaðar brúttóspilatekjur (BST) 6,9 milljarðar króna. Þetta er alþjóðleg skilgreining, Gross Gaming Revenue; GGR.

Á þessu ári er fyrst áætlað vegna sölu happdrætta sem þarf að sækja um leyfi fyrir í hvert skipti. Að teknu tilliti til þess er aukning á BST tæp 23% frá árinu 2014. Vitað er að Íslendingar kaupa þjónustu veðmála- og spilafyrirtækja erlendis á netinu. Sú velta er ekki inni í þessum tölum en gerð grein fyrir henni aftar í yfirlitinu.

Lykiltölur

 

Lykiltölur um happdrætti 2015

Að meðaltali spilar hver íbúi landsins fyrir 54.182 kr. í happdrættum, getraunum, lottó, bingó, spilakössum hjá innlendum aðilum. Séu dregnir frá vinningar sem hver íbúi hefur fengið, þá hefur hver íbúi eytt 21.007 kr. að meðaltali á innlenda spilamarkaðnum.

Kaup á tegundum spila

 

Kaup á tegundum spila 2015

Í venjulegu tali hér á landi er oftast aðeins átt við happdrætti og t.a.m. er starfandi fastanefnd á sviði happdrættismála í innanríkisráðuneytinu. En þessi mál snúast ekki aðeins um það. Ofangreind mynd er flokkuð í samræmi við skilgreiningar, sem notaðar eru í alþjóðlegu samstarfi. Flokkahappdrætti er happdrætti, þar sem miðar eru gefnir út í flokkum og dregnir eru reglulega út vinningar. Önnur happdrætti eru lottó, skafmiðar og happdrætti, sem þurfa leyfi í hvert skipti. Það sem nefnt eru leikir eru kaup á leikjum í spilakössum hér á landi og veðmál þegar veðjað er á úrslit t.d. íþróttakappleikja.

Spilatekjur þjónustuaðila

 

Spilatekjur þjónustuaðila 2015

Mikil þróun hefur orðið á þessum markaði frá því að nánast var aðeins í boði að kaupa happdrættismiða. Enn er verið að þróa þennan markað og það sést meðal annars á kaupum á þjónustu á erlendum vefsíðum sem er ólögleg starfsemi hér á landi. Þá er enn frekar verið að þróa markaðinn og til verður enn ný eftirspurn eftir nýrri þjónustu á þessu sviði. Þar er sýndarveruleiki í sókn.

Hvert fer arðurinn?

Hvert fer arðurinn?

Þegar vinningar hafa verið greiddir þarf að standa straum af sölulaunum og öðrum rekstrarkostnaði. Þá stendur eftir það sem málefnin geta fengið. Neðangreind mynd sýnir hversu stórt hlutfall af því sem eftir stendur eftir greiðslu vinninga hefur farið í málefni á Íslandi sem verið er að safna til.

Hlutfall af BST í málefni

 

Hlutfall af BST í málefni

Erlend netspilun

Á árinu 2012 skilaði dr. Daníel Þór Ólason, dósent við Háskóla Íslands, skýrslu til innanríkisráðuneytis um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga árið 2011. Samkvæmt rannsóknum sem lágu þar að baki kemur fram í skýrslunni að aukning hafi orðið á spilun á erlendum netsíðum frá árinu 2007. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á netspilun Íslendinga erlendis síðan, svo vitað sé, en samkvæmt upplýsingum frá kortafyrirtækjum, sem rekin eru hér á landi, þá keyptu Íslendingar fyrir 2,1 milljarð á erlendum netsíðum á árinu 2015. Þessi fjárhæð er 11,7% af innlendri veltu á þessum markaði. Ólöglegt er að bjóða upp á þessi spil á Íslandi. Ekki er ljóst hversu há fjárhæð kom til baka í vinningum. Þá er hugsanlegt og líklegt að eitthvað sé spilað með erlendum kreditkortum, en engar upplýsingar eru til um það.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira