Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla um lyfjaútgjöld og lyfjanotkun árið 2015

Lyfjakostnaður 2015
Lyfjakostnaður 2015

Lyfjakostnaður Sjúkratrygginga Íslands vegna almennra lyfja nam tæpum 8,6 milljörðum króna árið 2015 og jókst um 2% frá fyrra ári, eða um 168 milljónir króna. Lyfjanotkun landsmanna mæld í skilgreindum dagskömmtum (DDD) jókst um 10,9% frá fyrra ári. Fjallað er um lyfjaútgjöld og lyfjanotkun í nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands; Lyfjakostnaður sjúkratrygginga 2015.

Bent er á að þegar fjallað er um magnaukninguna milli áranna 2014–2015 verði að horfa til Lyfjanotkun 2015tímabundinna áhrifa af innleiðingu á nýja lyfjagreiðsluþátttökukerfinu árið 2013 sem birtist í því að það ár dró úr lyfjamagninu.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að lyfjanotkun hér á landi virðist aukast um a.m.k. 3–4% að jafnaði á ári. Þar af megi rekja 2% beint til fólksfjölgunar og breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar.

Hagstæð gengisþróun leiddi til allt að 5% verðlækkunar lyfja milli ára, auk þess sem miklar verðlækkanir urðu vegna ákvarðana Lyfjagreiðslunefndar og með tilkomu samheitalyfja.

Kostnaður sjúkratrygginga vegna S-merktra lyfja (sjúkrahúslyfja) nam 6,565 milljónum króna árið 2015 og jókst um 134 milljónir króna frá fyrra ári, eða 2,1%. Segir í skýrslunni að þetta teljist lítil aukning í þessum útgjaldaflokki sem skýrist fyrst og fremst af hagstæðri gengisþróun.

Í skýrslunni koma meðal annars fram upplýsingar um þróun lyfjakostnaðar og lyfjanotkunar á árabilinu 2006–2015, upplýsingar um þróun lyfjakostnaðar og lyfjanotkunar eftir lyfjaflokkum síðastliðin þrjú ár og upplýsingar um kostnaðarsömustu lyfjaflokkana árin 2013–2015.

Heildarútgjöld sjúkratrygginga vegna einstakra lyfjaflokka eru sem fyrr mest vegna tauga- og geðlyfja, eða um 2,8 milljarðar króna árið 2015.

Eins og undanfarin ár er kostnaður mestur vegna lyfja við ADHD (ofvirkni og athyglisbresti) og notkun þessara lyfja heldur áfram að aukast, mest meðal fullorðinna. Útgjöld sjúkratrygginga vegna lyfja við ADHD nam árið 2015 um 765 milljónum króna og stóð nokkurn veginn í stað frá fyrra ári sem skýrist af verðlækkunum sem rekja má til samheitalyfja.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum