Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2016 Matvælaráðuneytið

Til umsagnar: Reglugerðir um nánari útfærslu á búvörusamningum.

Sveitastörf
Sveitastörf

Í reglugerðunum er fjallað með nánari hætti um framlög samkvæmt búvörusamningnum, m.a. hvaða skilyrði framleiðendur þurfi að uppfylla, umsóknir, framkvæmd og fleira. Gert er ráð fyrir að eftirfarandi reglugerðir taki gildi 1. janúar 2017 eða á sama tíma og breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra taka gildi. 

Athugasemdir og ábendingar um reglugerðirnar óskast sendar á netfangið [email protected] merkt "Reglugerðir vegna búvörusamninga." Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember 2016.


Reglugerð um stuðning við garðyrkju mælir fyrir um nánari útfærslu á ákvæðum XI. kafla búvörulaga og ákvæðum samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um beingreiðslur til framleiðenda á gúrkum, tómötum og pariku og niðurgreiðslu á raforku. 

 Reglugerð um stuðning í nautgriparækt mælir fyrir um nánari útfærslu á ákvæðum X. kafla búvörulaga og ákvæðum samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um greiðslur út á greiðslumark, greiðslur fyrir innvegna mjólk, innlausn greiðslumarks, gripagreiðslur, greiðslur til framleiðenda nautakjöts og fjárfestingastuðning.

 Reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt mælir fyrir um nánari útfærslu á ákvæðum IX. kafla búvörulaga og ákvæðum samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Í reglugerðinni er m.a. fjallað um beingreiðslur, innlausn greiðslumarks, greiðslur vegna ullarnýtingar og svæðisbundinn stuðning. 

Breyting á reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu (nr. 1160/2013). Hér er um að ræða breytingar til samræmis við ákvæði samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og í samræmi við efni reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt.

 


Ítarefni

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum