Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Drög að breytingu á umferðarlögum vegna bílastæðagjalda til umsagnar

Drög að breytingu á umferðarlögum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Tilgangur breytingarinnar að heimila ráðherra og sveitarstjórnum að ákveða gjald fyrir bílastæði og þjónustu kringum þau. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpsdrögin til og með 5. desember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected]

Lagabreytingin er talin nauðsynleg til að sveitarfélögum verði heimiluð gjaldtaka á bílastæðum utan þéttbýlis en í dag er þeim aðeins heimilt að innheimta slík gjöld í kaupstöðum og kauptúnum. Breytingin nær einnig til þess að heimila ráðherra slíka gjaldtöku á landsvæðum í eigu ríkisins.

Vegna aukins fjölda ferðamanna er talið brýnt að koma upp bílastæðum við vinsæla ferðamannastaði og veita þar ákveðna þjónustu svo sem bílastæðavörslu og salernisaðstöðu. Þannig er í breytingunni lagt til að sveitarstjórnum verði heimilt að setja reglur um gjaldtöku í þessu skyni og ráðherra verði heimilað að ákveða slíkt gjald með reglugerð á svæðum í eigu ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira