Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2016 Dómsmálaráðuneytið

Skrifað undir tvo árangursstjórnunarsamninga

Ásdís Ármannsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifuðu undir samninginn. - mynd

Nýlega var skrifað undir árangursstjórnunarsamninga innanríkisráðuneytis við embætti sýslumanns á Suðurlandi og embætti sýslumanns á Suðurnesjum. Hafa slíkir samningar verið gerðir við flest sýslumannsembætti landsins síðustu vikur og mánuði.

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, skrifaði undir samningana af hálfu ráðuneytisins og Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður á Suðurlandi, fyrir embætti sitt og Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, fyrir sitt embætti.

Tilgangur árangursstjórnunarsamninga er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli innanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættanna. Með þeim á að skerpa áherslur um stefnumótun, verkefni, áætlunargerð og mat á árangri af starfseminni svo og að styrkja beitingu árangursstjórnunar sem stýritæki.

Í samningunum eru settir mælikvarðar og viðmið í ýmsum flokkum svo sem í stjórnsýslu og þjónustu, mannauði og fjármálum. Má meðal annars nefna að embættin skulu hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæmunum og leitast verður við að hafa reglulegar þjónustukannanir. Samningarnir gilda til fimm ára.

Anna Birna Þráinsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifa undir samning.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira