Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Óskað er eftir umsögnum um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Sumarið 2015 skipaði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, starfshóp sem falið var að semja drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017-2021.  Starfshópurinn er skipaður fulltrúum Landssamtakanna Þroskahjálpar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðarráðuneytisins, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Öryrkjabandalags Íslands og tók til starfa í september 2015.  Starfshópurinn hefur átt víðtækt samráð við ýmsa aðila, svo sem samtök fatlaðs fólks, stofnanir, sveitarfélög, ráðuneyti og sérfræðinga á málasviðinu.

Þau drög sem starfshópurinn leggur hér fram til umsagnar byggjast á þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kallast á við aðra lagaumgjörð, svo sem mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Hér er einnig birt stöðu- og árangursmat sem velferðarráðuneytið gerði meðal þeirra aðila sem voru ábyrgir fyrir framkvæmd aðgerða og verkefna í framkvæmdaráætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014. Matið var gert í lok sumars og á haustmánuðum 2016.  

Óskað er eftir því að umsagnaraðilar komi með ábendingar um forgangsröðun þeirra aðgerða sem fram koma í drögum þessum. Að fengnum umsögnum verður tillagan sett fram í endanlegri mynd ásamt kostnaðarmati.

Umsagnir óskast sendar ráðuneytinu á póstfangið [email protected] fyrir 9. janúar 2017* og skulu þær merktar í efnislínu: ,,Umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks." 


* Ath! áður auglýstur umsagnarfrestur var framlengdur til 9. janúar 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum