Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Skipun forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands

Guðjón Hauksson
Guðjón Hauksson

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Guðjón Hauksson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá 1. janúar 2017. Hæfnisnefnd sem skipuð er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu mat Guðjón hæfastan úr hópi sex umsækjenda.

Guðjón lauk BS gráðu í hjúkrun frá Háskóla Íslands árið 2006, árið 2009 lauk hann meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og árið 2011 útskrifaðist hann með meistaragráðu frá Boston University School of Public Health á sviði rannsókna tengdum heilbrigðisþjónustu.

Guðjón hefur frá árinu 2013 starfað sem deildarstjóri við Heilbrigðisstofnun Austurlands. Einnig hefur hann starfað sem sérfræðiráðgjafi hjá Lyfjagreiðslunefnd, gegnt stöðu sérfræðings í velferðarráðuneytinu, starfað sem verkefnastjóri á Landspítala og þar starfaði hann einnig sem hjúkrunarfræðingur á árunum 2006 – 2008. Árin 2009 – 2011 var hann meðrannsakandi hjá Dr. Jim Burgess, heilsuhagfræðingi.

Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir m.a. að Guðjón hafi góða þekkingu og yfirsýn á heilbrigðisþjónustu, sé með skýra sýn á hlutverk Heilbrigðisstofnunar Austurlands og verkefni forstjóra, sé gæddur góðum leiðtogahæfileikum og hafi valist til margvíslegra forystustarfa.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum