Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2016 Forsætisráðuneytið

Alþingi kvatt saman þriðjudaginn 6. desember nk.

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu forsætisráðherra um að þing verði kallað saman þriðjudaginn 6. desember nk. kl. 13.30. Ríkisstjórnin fjallaði um fyrirhugaða þingsetningu á fundi sínum í morgun og þar var jafnframt fjallað um framlagningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2017 og tengdra þingmála sem lögð verða fram í upphafi þings.

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra: „Nú er rúmur mánuður liðinn frá kosningum og áramót nálgast. Það er tímabært að Alþingi komi saman svo tími gefist til þinglegrar meðferðar fjárlaga og mála sem þeim tengjast. Þótt skammur tími sé til stefnu tel ég að með góðri samvinnu verði hægt að ljúka umfjöllun um þau á tilsettum tíma.“

FORSETABRÉF um að Alþingi skuli koma saman þriðjudaginn 6. desember 2016

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum