Hoppa yfir valmynd
2. desember 2016 Matvælaráðuneytið

Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar skipuð

Hafro
Hafro

Í lögum um Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er kveðið á um sérstaka ráðgjafarnefndar sem skal vera forstjóra til ráðuneytis um langtímastefnumótun starfseminnar og jafnframt vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni. Ráðgjafarnefndin er nú fullskipuð og er Ágúst Einarsson formaður hennar. 

Ráðgjafarhópinn skipa

  • Ágúst Einarsson formaður, skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • Sesselja Bjarnadóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
  • Erla Björk Örnólfsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
  • Heiðdís Smáradóttir, tilnefnd af Landssambandi fiskeldisstöðva
  • Örn Pálsson, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda
  • Ragnheiður Thorsteinsson, tilnefnd af Landssambandi stangaveiðifélaga
  • Sveinbjörn Eyjólfsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga
  • Kristján Þórarinsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • Árni Bjarnason, tilnefndur sameiginlega af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum