Hoppa yfir valmynd
5. desember 2016 Matvælaráðuneytið

Styrkir til rannsókna á sviði hugverkaréttar

Hugverkaréttindi
Hugverkaréttindi

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur undirritað samninga við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Einkaleyfastofu og Össur Iceland ehf. um styrki til stofnunarinnar vegna rannsóknarverkefnis á sviði hugverkaréttar. Er stefnt að því að gefið verði út kennslurit í hugverkarétti á árinu 2019.  

Erlu Skúladóttur hdl. LL.M. mun taka að sér verkefni sérfræðings til að sinna rannsóknum í hugverkarétti, þ.m.t. á sviði vörumerkja, einkaleyfa og höfundaréttar. Auk þess er gert  ráð fyrir að haldnir verði fræðafundir fyrir starfsfólk styrkveitenda í tengslum við þau rannsóknaverkefni sem unnið er að á hverjum tíma og ákveðin eru sameiginlega af samningsaðilum.

Hugverkaréttindi

Á myndinni má sjá frá vinstri: Ragnheiði Bragadóttir stjórnarformann Lagastofnunar, Daða Má Kristófersson, Borghildi Erlingsdóttur, Tatjönu Latinovic, Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Maríu Thejll og Erlu Skúladóttur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum