Hoppa yfir valmynd
7. desember 2016 Dómsmálaráðuneytið

Áfrýjunarupphæðvegna einkamála 2017 auglýst

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála en samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal auglýsa breytingu á fjárhæðinni miðað við breytingu á lánskjaravísitölu. Áfrýjunarfjárhæðin fyrir árið 2017 er 804.146 krónur.

Í lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991 er að finna skilyrði fyrir áfrýjun mála til Hæstaréttar og varði mál fjárkröfu verða þeir fjárhagslegu hagsmunir sem málið varðar að nema að lágmarki ákveðinni fjárhæð. Skal innanríkisráðherra fyrir 10. desember ár hvert reikna út áfrýjunarfjárhæð fyrir komandi ár og auglýsa hana í Lögbirtingablaðinu, sbr. 1. mgr. 152. gr. laganna. Áfrýjunarfjárhæðin fyrir árið 2017 er kr. 804.146.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira