Hoppa yfir valmynd
7. desember 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Fjárlagafrumvarpið 2017: Félags- og húsnæðismál

Framlög á sviði félags- og húsnæðismála skv. fjárlagafrumvarpi 2017
Framlög á sviði félags- og húsnæðismála skv. fjárlagafrumvarpi 2017

Útgjöld til málaefnasviða og málaflokka sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðherra verða 161,7 milljarðar króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2017. Útgjöldin hækka um 25,6 ma. kr. frá fjárlögum ársins 2016, sem nemur 18,8%. Á föstu verðlagi nemur hækkunin 16 milljörðum króna en launa- og verlagsbætur nema 9,6 milljörðum.

Helstu breytingar á útgjöldum eru eftirfarandi:

  • Útgjöld til almannatrygginga hækka um 21.6 ma kr. Þar vegur þyngst hækkun vegna breytinga á lögum um almannatryggingar frá sl. hausti. Sú lagabreyting leiðir til 11,1 ma.kr. hækkunar. Launa- og verðlagsbætur nema 8,2 ma. kr. en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga, þ.e. elli- og örorkulífeyrir, hækki um 7,5% þann 1. janúar 2017. Sú hækkun tekur mið af spá Hagstofu Íslands um þróun launavísitölu. Aukin útgjöld sem leiða af fjölgun lífeyrisþega eru áætluð tæpir 2,2 ma.kr.

  • Framlög til húsnæðisbóta hækka um 5,4 ma. kr. og verða 6,6 milljarðar. Við gildistöku laga um húsnæðisbætur 1. janúar næstkomandi mun ríkið taka að sér alla umsýslu með almennum húsnæðisstuðningi við leigjendur og allur kostnaður vegna hans greiðast úr ríkissjóði.

  • Framlag til Fæðingarorlofssjóðs hækkar um 500 m.kr. sem leiðir af ákvörðun um hækkun á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði úr 370 þús. kr. á mánuði í 500 þús. kr., sem tók gildi 15. október sl.

  • Til rekstrar nýs meðferðarheimilis fyrir börn og ungmenni eru veittar 150 m.kr. Jafnframt er gert ráð fyrir 150 m.kr. til rekstrar á þjónustu við einstaklinga sem þurfa á sérstakri öryggisvistun að halda.

  • Útgjöld til atvinnuleysistrygginga lækka um tæpa 1,8 ma. kr. Ræðst sú fjárhæð annars vegar af lækkun útgjalda vegna atvinnuleysisbóta með bættu atvinnuástandi (2,5 milljarða króna lækkun) og hins vegar 0,7 milljarða króna hækkunar þar sem gert er ráð fyrir að atvinnuleysisbætur hækki um 7,5% 1. janúar 2017.

  • Þá fellur niður framlag að fjárhæð 1,3 ma.kr. kr. sem veitt var til greiðslu vaxtamunar hjá Íbúðalánasjóði í kjölfar laga um lækkun verðtryggðra húsnæðislána.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum