Hoppa yfir valmynd
7. desember 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Reglugerð um tilvísanir fyrir börn til umsagnar

Í læknisskoðun
Í læknisskoðun

Hér með birtir velferðarráðuneytið til umsagnar drög að reglugerð sem kveður á um tilvísanir heimilis- og heilsugæslulækna á sérhæfða heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem veitt er á sjúkrahúsum og hjá sjálfstætt starfandi læknum sem starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Alþingi samþykkti í júní sl. frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um sjúkratryggingar þar sem kveðið er á um nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu fyrir sjúkratryggða. Lögin taka gildi 1. febrúar 2017.

Samkvæmt lögunum verður tryggt að mánaðarlegar greiðslur fólks vegna heilbrigðisþjónustu fari aldrei yfir tiltekið hámark og sett verður þak á árleg heildarútgjöld fólks fyrir þá heilbrigðisþjónustu sem fellur undir nýja greiðsluþátttökukerfið. Hámarksgreiðslur hjá öldruðum, öryrkjum og börnum verða lægri en hjá öðrum. Undir nýja kerfið fellur þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna, rannsóknir og geisla- og myndgreiningar.

Tilvísanir fyrir börn vegna þjónustu sérfræðinga

Líkt og áður verða ekki innheimt komugjöld fyrir börn í heilsugæslunni þegar nýtt greiðsluþátttökukerfi tekur gildi. Það er aftur á móti nýmæli að sjúkratryggingar munu greiða að fullu fyrir fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga við börn að 18 ára aldri leiti þau þangað á grundvelli tilvísunar heimilis- eða heilsugæslulæknis.

Frestur til að skila umsögnum um meðfylgjandi reglugerð er til 16. desember. Umsagnir skal senda á netfangið [email protected] og skrá í efnislínu: „umsögn um reglugerð um tilvísanir fyrir börn.“

Sjá einnig:

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum