Hoppa yfir valmynd
8. desember 2016 Matvælaráðuneytið

Til umsagnar: Reglugerð um nánari útfærslu á búnaðarlagasamningi

Sveitastörf
Sveitastörf

Í reglugerðinni er fjallað með nánari hætti um framlög samkvæmt rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og framlög sem ekki falla undir samninga um starfsskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar. Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi 1. janúar 2017 eða á sama tíma og breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum, tollalögum og lögum um velferð dýra taka gildi. 

Reglugerðin er sett á grundvelli rammasamningsins og ákvæða búnaðarlaga nr. 70/1998. Í reglugerðinni er að finna nánari útfærslu á framlögum til kynbótaverkefna, jarðræktarstyrkja, landgreiðslna, nýliðunarstuðnings, lífrænnar framleiðslu, geitfjárræktar, úreldingabóta og fjárfestingastuðnings í svínarækt, þróunarverkefna og fleira.

Athugasemdir og ábendingar um reglugerðirnar óskast sendar á netfangið [email protected]  merkt    "Reglugerð vegna búnaðarlagasamnings." 

Frestur til að skila umsögnum er til 14. desember 2016. 

Ítarefni

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum