Hoppa yfir valmynd
12. desember 2016 Utanríkisráðuneytið

Brot á mannréttindum öryggisógn

Utanríkisráðherrafundur Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) var haldinn í Hamborg, Þýskalandi, dagana 8.-9. desember sl. Á fundinum voru samþykktar margvíslegar ályktanir sem lúta meðal annars afvopnunarmálum, baráttunni gegn hryðjuverkum og málefnum farenda og flóttamanna. Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE sat fundinn í fjarveru utanríkisráðherra og lagði í ræðu sinni áherslu á virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum, og jafnrétti fyrir alla.

Í ræðunni minnti hún á að brot á mannréttindum eru öryggisógn sem ekki má mæta með aðgerðarleysi. Hatursorðræða og umburðarleysi fyrir öðrum hópum færðust í aukana og við því yrði að bregðast. Þá minnti hún á að íslensk stjórnvöld vildu vinna með stofnuninni að því að jafna og styrkja hlut kvenna, ekki síst í tengslum við ályktun Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum