Hoppa yfir valmynd
13. desember 2016 Utanríkisráðuneytið

Stutt við landsfélög SÞ og verkfærakistu í jafnréttismálum

Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, undirritaði í dag samning við landsnefnd Barnahjálpar SÞ, landsnefnd UN Women og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi um áframhaldandi stuðning við rekstur Miðstöðvar SÞ á Íslandi. Miðstöðin var opnuð árið 2004 og er mikilvægur samstarfsvettvangur félaganna sem hefur styrkt kynningarstarf, upplýsingagjöf og vitundarvakningu um margþætta starfsemi Sameinuðu þjóðanna.

Þá undirritaði ráðuneytisstjóri samkomulag við Ingu Dóru Pétursdóttur, framkvæmdastýru landsnefndar UN Women, um að ráðast í gerð rafrænnar verkfærakistu til að vinna að jafnrétti kynjanna. Verkfærakistan er hluti átaks til að auka þátttöku karla í baráttunni fyrir jafnrétti. Hún byggist á svokölluðum Rakarastofuráðstefnum sem utanríkisráðuneytið hefur staðið að erlendis sl. 2 ár og vilja Sameinuðu þjóðirnar hvetja fleiri til að standa að slíkum viðburðum.

Verkfærakistan verður heimasíða með margs konar upplýsingum fyrir stjórnvöld, félagasamtök og fyrirtæki sem vilja nýta sér hugmyndina svo auka megi vitund karla um ávinning allra af jafnrétti og valdeflingu kvenna. Gert er ráð fyrir að hugtakið verði þar útskýrt, umræðuleiðbeiningar verði aðgengilegar um ýmis málefni sem vert er að ræða, t.d. ofbeldi gegn konum, aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi. Efnið verður meðal annars unnið í samstarfi við þá erlendu sérfræðinga sem komið hafa að rakarastofuráðstefnum ráðuneytisins. UN Women mun hafa umsjón með verkinu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum