Hoppa yfir valmynd
15. desember 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Breyting á reglugerð um girðingar meðfram vegum til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum. Með breytingunni er aðallega verið að endurskoða og uppfæra fjárhæðir í viðauka reglugerðarinnar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 28. desember og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Umrædd reglugerð er nr. 930/2012 og í þriðju grein hennar bætist við að við árlega endurskoðun upphæða reglugerðarinnar skuli fengin umsögn Bændasamtaka Íslands. Einnig eru lagðar til breytingar á 5. gr. reglugerðarinnar sem miða að því að skýra efni hennar og framkvæmd, sér í lagi varðandi uppgjör vegna kostnaðarþátttöku Vegagerðarinnar, úttekt á viðhaldi girðinga og heimildir Vegagerðarinnar til að synja um greiðslu hafi árlegt viðhald ekki verið tilkynnt fyrir 1. október ár hvert.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira