Niðurstaða úthlutunar á ESB tollkvótum á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið janúar – júní 2017
Þriðjudaginn 13. desember sl. rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópubandalaginu fyrir tímabilið janúar – júní 2017.
Alls bárust 19 gild tilboð í tollkvótann.
Nautgripakjöt í vörulið 0202. Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti, samtals 223.000 kg. á meðalverðinu 348 kr./kg. Hæsta boð var 700 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 50.000 kg. á meðalverðinu 629 kr./kg.
Svínakjöt í vörulið 0203. Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á svínakjöti, samtals 398.000 kg. á meðalverðinu 204 kr./kg. Hæsta boð var 415 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 298 kr./kg.
Alifuglakjöt, í vörulið 0207. Þrettán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á alifuglakjöti, samtals 520.010 kg á meðalverðinu 417 kr./kg. Hæsta boð var 720 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg á meðalverðinu 643 kr./kg.
Kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**) í vörulið ex 0210. Sjö tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á kjöti og ætum hlutum af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt;...(**), samtals 43.000 kg. á meðalverðinu 156 kr./kg. Hæsta boð var 350 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 25.000 kg. á meðalverðinu 212 kr./kg.
Ostar og ystingur í vörulið 0406. Tólf tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið 0406, samtals 192.200 kg. á meðalverðinu 442 kr./kg. Hæsta boð var 901 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki um innflutning á 40.000 kg. á meðalverðinu 856 kr./kg.
Ostur og ystingur í vörulið ex 0406;...(**). Sjö tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum og ystingi á vörulið ex 0406...(**) samtals 51.000 kg. á meðalverðinu 332 kr./kg. Hæsta boð var 832 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 10.000 kg. á meðalverðinu 687 kr./kg.
Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti.... í vörulið 1601. Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á pylsum og þess háttar vörum úr kjöti.... á vörulið 1601, samtals 114.000 kg. á meðalverðinu 162 kr./kg. Hæsta boð var 375 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 25.000 kg. á meðalverðinu 313 kr./kg.
Annað kjöt.... í vörulið 1602. Fjórtán tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á öðru kjöti.... á vörulið 1602, samtals 173.000 kg. á meðalverðinu 576 kr./kg. Hæsta boð var 1.001 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 25.000 kg. á meðalverðinu 881 kr./kg.
Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-neytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:
Kjöt af nautgripum, fryst, 0202
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
19.460 | Aðföng |
1.000 | Ásbjörn Ólafsson ehf |
8.000 | Sláturfélag Suðurlands hf |
18.243 | Sælkeradreifing ehf |
3.297 | Ölgerðin ehf |
Svínakjöt, fryst, 0203
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
3.000 | Innnes ehf |
45.000 | Krónan hf |
52.000 | Mata ehf |
Kjöt af alifuglum, fryst, 0207
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
7.996 | Aðföng hf |
60.000 | Innnes ehf |
20.000 | Krónan hf |
4 | Mata ehf |
12.000 | Sælkeradeifing ehf |
Kjöt og ætir hlutar af dýrum.. ex 0210
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
6.346 | Aðföng hf |
4.000 | Innnes ehf |
2.000 | Íslenskar matvörur ehf |
3.500 | Krónan hf |
3.000 | Samkaup hf |
6.154 | Sælkeradreifing ehf |
Ostur og ystingur 0406
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
40.000 | Innnes ehf |
Ostur og ystingur ex 0406
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
1.000 | Krónan hf |
2.000 | Mjólkursamsalan |
5.000 | Innnes ehf |
2.000 | Sælkeradreifing ehf |
Pylsur og þess háttar vörur 1601
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
2.778 | Aðföng hf |
1.000 | Innnes ehf |
3.000 | Íslenskar matvörur ehf |
4.000 | Market ehf |
14.000 | Mini Market ehf |
222 | Sælkeradreifing ehf |
Annað kjöt, hlutar úr dýrum.. 1602
Magn (kg) | Tilboðsgjafi |
1.500 | Mini Market ehf |
4.500 | Parlogis ehf |
9.000 | Sælkeradreifing ehf |
10.000 | Ölgerðin ehf |
Reykjavík, 20. desember 2016
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu