Hoppa yfir valmynd
20. desember 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samkeppnishæfni þjóðarbúsins í ljósi styrkingar krónunnar

Ráðherranefnd um efnahagsmál, sem í eiga sæti forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra, hefur fjallað um viðvarandi styrkingu krónunnar og vaxandi hættu á ójafnvægi í hagkerfinu. Ráðherranefndin ákvað að fela sérfræðingum úr forsætisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti að greina stöðuna og koma með tillögur til að stemma stigu við þensluhættu og þeirri hættu sem steðjar að samkeppnishæfni þjóðarbúsins. Tillögurnar munu nýtast ráðherranefndinni, m.a. í umræðum um samstillingu hagstjórnar í Þjóðhagsráði.

Styrking krónunnar er til marks um bætta stöðu Íslands. Mikil spurn er eftir íslenskum vörum og þjónustu sem styrkir gengið og gerir Ísland að dýrari kosti. Þessi staða kallar á gamalkunnar hættur og krefst mikils aga í hagstjórn. Styrking krónunnar og veruleg hækkun launa setur útflutningsatvinnuvegi í vanda og rýrir samkeppnishæfni hagkerfisins. Hin jákvæðu skilyrði sem leika nú um efnahagslífið geta því fljótt snúist upp í andhverfu sína. Þetta er mikilvægt að greina vel þegar líður að næstu skrefum í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta.

Þeir sérfræðingar sem ráðherranefndin felur að fara yfir stöðuna munu á næstu vikum eiga fundi með hagsmunaaðilum til þess að varpa sem bestu ljósi á aðstæður og fá þeirra hugmyndir að úrbótum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum