Hoppa yfir valmynd
20. desember 2016 Matvælaráðuneytið

Tækniþróunarsjóður úthlutar 450 milljónum til 25 verkefna

Tækniþróunarsjóður
Tækniþróunarsjóður

Tækniþróunarsjóður hefur aukist um milljarð á þessu ári – fór í alls 2,4 milljarða. Í haustúthlutun sjóðsins sem fram fór í gær var 450 m.kr. úthlutað til 25 verkefna. Á seinni hluta ársins hefur sjóðurinn jafnframt úthlutað um 480 milljónum króna í framhaldsstyrki.

Það er tvennt sem vekur sérstaka athygli við haustúthlutunina; Annars vegar aukin nýliðun sem sést best á því að öll verkefnin í Sprota eru ný á borði Tækniþróunarsjóðs og sex verkefnanna í Vexti eru að fá fyrstu styrki sína í þeim flokki, og hins vegar að verkefni með aðsetur utan höfuðborgarsvæðisins eru um fjórðungur verkefnanna.

Stefnumótun Tækniþróunarsjóðs, sem hófst vorið 2014 þegar aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs var samþykkt, er nú að fullu komin í framkvæmd með umsóknarfresti sem lauk 15. september sl. Hluti nýrrar stefnumótunar fólst m.a. í því að auka nýliðun, ýta undir þekkingaryfirfærslu milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, hvetja til alþjóðlegra verkefna og gera nýsköpunarferlið snarpara með hærri styrkjum. Auglýst var eftir umsóknum í nýja styrktarflokka á árinu sem ná yfir nýsköpunarferlið frá hagnýtum rannsóknarverkefnum til markaðsstarfs.

Framundan er umsóknarfrestur í Hagnýt rannsóknarverkefni (þekkingaryfirfærsla) þann 25. janúar 2017 og aftur í Sprota, Vöxt, Sprett og Markaðsstyrk þann 15. febrúar 2017.


Haustúthlutun:

Sproti

Heiti verkefnis Umsækjandi Heiti verkefnisstjóra
Blásúra Óstofnað fyrirtæki Sigríður Guðrún Suman
e1 - Markaðstorg hleðslustöðva fyrir rafbíla Natus ehf. Axel Rúnar Eyþórsson
Ferðafélagi fyrir hreyfihamlaða TravAble ehf. Ósk Sigurðardóttir
Hönnun í framleiðslu - Gulrófa Grallaragerðin ehf. Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Nýjar blóðflögulausnir til frumurækta Platome Líftækni ehf. Sandra Mjöll Jónsdóttir
Snákróbotar Óstofnað fyrirtæki Guðmundur Viktorsson
Travelade.com - Töggunarvél ferðaupplýsinga Travelade ehf. Andri Heiðar Kristinsson
Þjálfum hugann með skák - skákapp Óstofnað fyrirtæki Héðinn Steinn Steingrímsson
Þróun vefjaræktar á Eutrema japonicum Wasabi Iceland ehf. Johan Sindri Hansen

Vöxur

Heiti verkefnis Umsækjandi Heiti verkefnisstjóra
Bestun á framleiðni EPA ríkrar þörungaolíu Omega Algae ehf. Dr. Hjálmar Skarphéðinsson
Fjöðrunartækni Lauf þróuð inn á stærri markaði Lauf Forks hf. Benedikt Skúlason
FLOW VR Flow ehf. Leifur Björnsson
Greining notendahegðunar fyrir sýndarveruleika Aldin Dynamics ehf. Hrafn Þorri Þórisson
Hraðkæling fyrir hraðfiskibáta Frostmark ehf. Ragnar Jóhannsson
IceWind vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur IceWind ehf. Sæþór Ásgeirsson
IM Innsýn Mentor ehf. Vilborg Einarsdóttir
MapExplorer Gagarín ehf. Ásta Olga Magnúsdóttir
Ný flutningaker fyrir fersk matvæli Sæplast Iceland ehf. Björn Margeirsson
Oculis - dexamethasone nanóagna augndropar Oculis ehf. Páll Ragnar Jóhannesson
Sjálfvirkni við gæðamat og snyrtingu á fiskflökum Valka ehf. Helgi Hjálmarsson
SnapStudy Matador Media ehf Valgerður Halldórsdóttir
Þróun á asco Asco Harvester ehf. Anna Ólöf Kristjánsdóttir
Þróun og framleiðsla á vörulínu fyrir þýskaland geoSilica Iceland ehf. Fida Muhammed Abu Libdeh

Markaðsstyrkir

Heiti verkefnis Umsækjandi Heiti verkefnisstjóra
Handpoint: Kemur til Ameríku Handpoint ehf. Þórður Heiðar Þórarinsson
TARAMAR vörur á Bandaríkjamarkað TARAMAR ehf. Guðrún Marteinsdóttir

* Birt með fyrirvara um hugsanlegar villur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum