Hoppa yfir valmynd
21. desember 2016 Dómsmálaráðuneytið

Skrifað undirsamning um árangursstjórnun við sýslumann á Norðurlandi vestra

Bjarni Stefánsson og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifuðu undir samninginn. - mynd

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning og er tilgangur hans að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila. Þá á samningurinn að skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna, áætlanagerð og leggja grunn að mati á árangri af starfsemi embættisins.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Bjarni Stefánsson sýslumaður skrifuðu undir samninginn. Skrifað hefur verið undir hliðstæða árangursstjórnunarsamninga við flest embætti sýslumanna að undanförnu og nokkrar stofnanir sem heyra undir innanríkisráðuneytið.

Embættið sinnir hefðbundnum verkefnum sýslumanns en meðal sérverkefna embættisins má nefna rekstur innheimtumiðstöðvar sem sér um innheimtu sekta og sakarkostnaðar, stjórnvaldssektir og fleira.

Samningnum er ætlað að styrkja beitingu árangursstjórnunar sem stýritækis hjá embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Settir eru mælikvarðar og viðmið í ýmsum flokkum svo sem í stjórnsýslu og þjónustu, mannauði og fjármálum. Má meðal annars nefna að embættin skulu hafa forgöngu um reglulegt samráð við sveitarfélög um fyrirkomulag og samræmingu opinberrar þjónustu í umdæmunum og gerðar verða reglulegar þjónustukannanir. Samningurinn gildir til fimm ára.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira