Velferðarráðuneytið

Leiðbeinandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur staðfest leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við lög um húsnæðisbætur nr. 75/2016 .

Þann 1. janúar 2017 taka gildi ný lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Í lögunum er meðal annars kveðið á um breytingu á 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 þannig að sveitarfélögum verði skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning, sem komi í stað sérstakra húsaleigubóta, og að ráðherra skuli, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, gefa út leiðbeinandi reglur til sveitarstjórna um framkvæmd stuðnings ásamt viðmiðunarfjárhæðum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn