Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir er nýr ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Þórdís Kolbrún tekur við embætti
Þórdís Kolbrún tekur við embætti

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók í dag við embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra af Ragnheiði Elínu Árnadóttur sem óskaði henni velfarnaðar í starfi þar sem biðu hennar ótal spennandi verkefni.  

Þórdís Kolbrún og Þorgerður KatrínÞórdís Kolbrún er annar tveggja ráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu – hinn er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þórdís Kolbrún er með lögfræðipróf frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði sem lögfræðingur hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 2011–2012.

Þórdís Kolbrún var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013–2014. Hún var stundakennari í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík 2013–2015.

Þórdís Kolbrún var aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra 2014–2016.

Hún var kosin á Alþingi í október fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira