Hoppa yfir valmynd
22. maí 2017 Dómsmálaráðuneytið

Samantekt um frumbrot vegna peningaþvættis

Peningaþvættisskrifstofa Héraðssaksóknara hefur birt á vef sínum samantekt um frumbrot í tengslum við peningaþvætti. Í samantektinni er m.a. bent á að öll refsiverð brot samkvæmt íslenskum lögum geta verið frumbrot af þessu tagi, t.d. fjársvik og fjárdráttur, fíkniefnabrot, skattalagabrot og spillingarbrot, þar á meðal erlend og innlend mútubrot.

Frumbrotið felur þá í sér að fremja brot sem leitt getur af sér ólöglegan ávinning eða annan ágóða sem síðan er reynt að þvætta. Peningaþvætti er í raun leið til að njóta ávaxtanna af glæpum, hvort sem ágóðinn fer til einkaneyslu, er færður yfir í löglega starfsemi eða nýttur til frekari brota.

Dómsmálaráðuneytið annast undirbúning lagasetningar vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og sinnir margvíslegum öðrum verkefnum á þessu sviði, m.a. innlendu samstarfi og alþjóðasamstarfi. Ísland er  þannig aðili að FATF (Financial Action Task Force), alþjóðastofnun sem komið var á fót árið 1989 til að vinna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá nánar hér.

Ráðuneytið hefur einnig með höndum undirbúning lagasetningar gegn spillingu og mútum og eftirfylgni vegna alþjóðlegra samninga á þeim vettvangi, þar á meðal samskipti við GRECO - Samtök ríkja í Evrópuráðinu gegn spillingu, við OECD vegna Samnings gegn erlendum mútubrotum og vegna Samnings Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu. Sjá nánar hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira