Hoppa yfir valmynd
24. maí 2017

Heilbrigðisráðherra á þingi WHO í Genf

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ávarpaði í gær 70. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Genf. Hann ræddi um áherslur íslenskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, um eflingu heilsugæslu og geðheilbrigðisþjónustu og markmiðið um „heilsu í allar stefnur.“

Ráðherra hóf mál sitt með því að lýsa samhug og votta samúð þeim sem eiga um sárt að binda vegna hryðjuverkaárásanna í Manchester.

Í upphafi ræðu sinnar vísaði ráðherra til markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á sviði heilbrigðismála og hvernig þau byggjast á samvinnu þvert á stjórnsýslustig og þvert á málaflokka. Hann sagði þessa nálgun mikilvæga og fela í sér hvatningu og tækifæri til að vinna að heilsueflingu og vellíðan í samfélaginu. Í þeim anda legðu íslensk stjórnvöld meðal annars áherslu á að efla lýðheilsu og heilsueflingu með því að skapa aðstæður sem ýta undir heilbrigðan lífsstíl eins og unnið sé að með verkefninu Heilsueflandi samfélag.

Í lok ræðu sinnar færði ráðherra Dr. Chan, fráfarandi framkvæmdastjóra WHO, þakkir fyrir störf hennar og óskað jafnframt nýjum framkvæmdastjóra, Eþíópíumanninum Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus til hamingju með kjör hans í embættið sem hann tekur formlega við 1. júlí næstkomandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta